1. Fyrsta skrefið er að hafa samband við fasteignasala og fá söluverðmat á eignina og ráðleggingar um næstu skref. Val á fasteignasala skiptir miklu máli, en hafið samband við fasteignasala sem þið treystið.
    2. Mikilvægt er að fara vel yfir fasteignina áður en hún er sett á sölu og laga það sem þarf að laga.  T.d. fara yfir allar skápalamir og ganga úr skugga um að þær séu ekki lausar. Passa að allir parketlistar séu fastir.  Fara vel yfir glugga og skrapa og mála ef þörf er á.
    3. Ef einhverjir veggir eru illa málaðir eða ef tími er kominn á að mála einhverja veggi, getur verið skynsamlegt að mála þá
    4. Leggja skal áherslu á að þrífa eignina mjög vel fyrir fyrstu heimsókn kaupanda því það er mjög mikilvægt að fyrsta upplifun kaupandans sé jákvæð.og þar gerir vel hreingerð eign gæfumuninn.
    5. Fyrir ljósmyndun eignarinnar margborgar sig að taka vel til í eigninni og „létta“ á rýmum ef of margir hlutir eru þar fyrir.  Koma þeim fyrir í geymslunni t.d.
    6. Mikilvægt er að huga að ytra umhverfi hússins.  Passa að hafa garðinn og alla aðkomu hússins snyrtilega, að öll útiljós virki og laga það sem hægt er að laga með litlum tilkostnaði.
    7. Fara vel yfir söluyfirlit fasteignasalans því mikilvægt er að þar komi fram réttar upplýsingar  og að seljandi upplýsi það sem þarf að upplýsa væntanlegan kaupanda um.
    8. Hafa á hreinu ef um fjölbýlishús er að ræða, hvort einhverjar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í húsinu og annað sem tengist húsfélaginu.
    9. Afhending eignar skal fara fram á umsömdum degi  og henni skal skilað hreinni.  Gott er að hafa í huga að skila íbúðinni í því ástandi sem maður hefði sjálf/sjálfur viljað.
    10. Góð venja er að geyma vel öll þau gögn sem tilheyra fasteignaviðskiptunum eins og . kaupsamning, afsal, veðskuldabréf, allar kvittanir, afborganir af lánum, greiðslu fasteignagjalda, húsgjalda ofl.