1. Kanna þarf hvaða lánamöguleikar eru í boði og einnig er gott að reyna að gera sér grein fyrir greiðslugetu áður en haldið er af stað í fasteignaleit.
  2. Mikilvægt er að fólk geri ákveðna þarfagreiningu áður en lagt er af stað í fasteignaleit.  Það auðveldar leitina að réttu eigninni og flýtir fyrir einnig.
  3. Gott er að hafa með sér í skoðun einhvern sem hefur reynslu af fasteignaviðskiptum eða hefur þekkingu á byggingu húsa.  Skoðunarskylda kaupanda er mjög mikilvæg.
  4. Söluyfirlitið er lykilskjal í fasteignaviðskiptum og það ber að lesa vel yfir því þar eiga að koma fram allar upplýsingar um eignina, mikilvægir hlutir eins og upplýsingar um ástand eignarinnar, þar á meðal gallar sem seljanda er kunnugt um, hlutfall íbúðar í fjöleignahúsi, afhendingarástand eignar ef hún er í byggingu o.fl. mikilvægt.
  5. Að leita sér að húsnæði getur verið ansi tímafrekt og þreytandi ef það dregst á langinn og því er gott ráð að skanna vel markaðinn vel á netinu og reyna að þrengja hóp eignanna sem áhugi er á.
  6. Það er alltaf ákveðinn kostnaður fólginn í því að skipta um húsnæði og því mikilvægt að gera sér grein fyrir honum áður en fasteign er keypt.
  7. Sumar fasteignir eru með mismikið af húsgögnum og öðru tilheyrandi.  Mikilvægt er að skoða eignina með þeim augum að hún sé tóm.  Fasteign yfirfull af húsgögnum er oft stærri en hún lítur út fyrir að vera.
  8. Hafa skal í huga að kauptilboð sem undirritað er, er skuldbindandi fyrir tilboðsgjafa ( að því gefnu að fyrirvarar leysist, ef það er um að ræða).  Mikilvægt er því að vanda vel til tilboðsgerðar og undirbúnings  áður en tilboð er gert.
  9. Komi sú staða upp að kaupandi telji eignina ekki í samræmi við það sem kveðið var á um í söluyfirliti eða kaupsamningi, skal hann snúa sér til fasteignasalans til ráðgjafar.
  10. Góð venja er að geyma vel öll þau gögn sem tilheyra fasteignaviðskiptunum eins og . kaupsamning, afsal, veðskuldabréf, allar kvittanir, afborganir af lánum, greiðslu fasteignagjalda, húsgjalda ofl.