Söluverðmat á fasteign er fyrsta skrefið áður en hafist er handa við söluferli. Það er mikilvægt að vita líklegt söluverðmæti eignarinnar til að fá skýra mynd af eigin kaupgetu. Fasteignasali kemur á staðinn, framkvæmir söluverðmatið með skoðun á eigninni og veitir jafnframt ráðgjöf um næstu skref í fasteignaviðskiptum.
Kostnaðarlaus þjónusta
Svör innan sólarhrings
Ráðgjöf og verðmat á staðnum
Fagleg og vönduð vinnubrögð
10 Góð Ráð
Fyrir Kaupendur
Fasteignakaup eru eitt stærsta fjárhagslega skref sem einstaklingar taka á ævinni. Með góðum undirbúningi, réttri ráðgjöf og skýrri yfirsýn er hægt að forðast óvæntar hindranir og tryggja örugg viðskipti. Hér höfum við tekið saman 10 hagnýt ráð sem auðvelda ferlið og hjálpa þér að taka upplýstar ákvarðanir.
Fyrir seljendur
Að setja eign á sölu er spennandi skref - en líka mikil ábyrgð. Með smá undirbúningi, góðum ráðum og faglegri ráðgjöf er hægt að gera söluna bæði auðveldari og árangursríkari. Hér höfum við tekið saman nytsamleg ráð sem hjálpa þér að ná sem bestum árangri við sölu fasteignarinnar.
Sigurður Samúelsson er löggiltur fasteignasali með 20 ára reynslu og er stofnandi og einn eigenda Landmark fasteignamiðlunar.
Þar starfa 11 löggiltir fasteignasalar með áratuga reynslu af fasteignasölu.
Lögð er áhersla á vönduð vinnubrögð við gerð verðmata þannig að fólk hafi sem gleggsta mynd af því hver verðmæti þeirra eigna er á hverjum tíma.


Algengar spurningar
Hvernig finn ég út úr hve verðmæti fasteignar minnar er ?
Best er að fá löggiltan fasteignasala til að skoða eignina og verðmeta hana miðað við markaðsaðstæður hverju sinni. Þá getur hann tekið tillit til ástands eignar, staðsetningar, sölumöguleika o.fl.
Hvernig er verðmat framkvæmt? Hvað þarf ég að hafa helst í huga þegar ég ætla að selja fasteign?
Fyrsta skrefið er að fá verðmat á eignina frá fasteignasala og fara yfir næstu skref í söluferlinu eins og að gera eignina tilbúna til sölu og undirbúa hana fyrir myndatöku svo það helsta sé nefnt.
Er nauðsynlegt að vera með góðar myndir af eigninni?
Já það skiptir miklu máli til að hámarka verð eignarinnar að það séu teknar góðar myndir af eigninni og hún vel undirbúin undir myndatökuna.
Hvers þarf ég að taka vel til í íbúðinni minni áður en teknar eru myndir?u nákvæmt er verðmatið?
Tvímælalaust borgar það sig að taka vel til og jafnvel að létta á eigninni með því að færa til dót í geymslu eða í bílskúr svo að rýmin njóti sín sem best á myndum og þegar eignin er sýnd.°
Þarf ég að borga eitthvað til fasteignasölunnar áður en eignin mín fer í sölu?
Nei, venjulega greiðir seljandi ekkert fyrr en við undirritun kaupsamnings, þegar söluþóknunin og tilheyrandi kostnaður er greiddur.
Hversu lengi er eignin mín að seljast?
Það er mjög erfitt að segja til um hversu lengi eignir seljast almennt, en það má alveg gera ráð fyrir að sölutíminn séu nokkrar vikur eða mánuðir.
Skiptir það mig einhverju máli hvort ég fái fasteignasala til að selja eignina mina?
Fasteignasalar eru með löggildingu í faginu og hafa víðtæka þekkingu á sölu Fasteigna og öllu því sem því fylgir. Þeir eru fagaðilar sem verðmeta eignina, kynna hana, lýsa henni í sölugögnum og útbúa alla pappíra sem þarf. Hans vinna er einnig að hámarka andvirði eignarinnar, til hagsbóta fyrir seljanda. Það borgar sig ávallt að hafa fasteignasala sér til aðstoðar.
Nú er ég að fara að kaupa mina fyrstu fasteign, hvernig á ég að bera mig að?
Fyrst skaltu fara í greiðslumat hjá þinni lánastofnun og fá ráðgjöf þaðan. Það skiptir miklu máli hversu mikið eigið fé þú ert með á milli handanna og hverjar ráðstöfunartekjur þínar eru. Í kjölfarið geturu farið og skoðað fasteignavefina og leitað eftir eignum, á verðum sem þú hefur ráð á.
Þegar ég skoða fasteign, hvað á ég að skoða í eigninni, er það eitthvað sérstakt?
Mjög góð regla þegar um fjölbýli er að ræða að fá öll gögn frá húsfélagið, s.s. yfirlýsingu húsfélags og síðustu fundargerðir til að fá yfirsýn hvernig staðan er á húsinu almennt, hvort það séu einhverjar framkvæmdir fyrirhugaðar, einhverjar yfirstandandi eða einhverjum nýlokið. Einnig er nauðsynlegt að skoða söluyfirlitið vel og sjá hvernig vatnslögnum, raflögnum, ástandi frárennslislagna og þaks er lýst svo það helsta sé nefnt.

